
RÚNAR PÁLL BENEDIKTSSON
Fæddur árið 1993 og búsettur í Reykjavík

Rúnar er mikill áhugamaður þegar kemur að ýmsum bardagalistum. Hann hefur þjálfað sögulegar skylmingar (HEMA) síðan 2015 og sækir regulega í keppnir í skylmingum. Keppnisreynsluna nýtir hann á æfingum hjá Impact en þar hefur hann lagt stund á sjálfsvörn úr kerfi Shin Gi Tai kempo síðan 2017 og ber í dag grænt belti vottað af Grand Master sijo Daniel Hayen í Belgíu, og Mel Halidesson. Einnig hefur hann iðkað Lethwei af miklum móð síðan 2017 og er í dag Lethwei aðstoðarþjálfari Hákons í Reykjavík. Þá hefur hann mikið kynnt sér bæði Silat og Kali gegnum tíðina.
Rúnar er aðstoðarþjálfari ICA og afleysingakennari Hákons. Utan félagsins stýrir hann almennum skylmingaræfingum hjá Reykjavík HEMA Club þar sem hann kennir fyrst og fremst langsverð, en fer inn á aðrar listir eftir óskum. Þá hefur hann tekið að sér mörg verkefni í sviðsbardagalistum og hannar bardaga-kóreógrafíu fyrir stuttmyndir. Þegar Rúnar er ekki þjálfa bardagalistir vinnur hann í umönnun á hjúkrunarheimili með skjólstæðingum með miklan geðrænan vanda. Hann er því gjarnan hafður með í ráðum þegar fyrirtæki innan heilbrigðisgeirans óska eftir námskeiðum í neyðarvörn hjá ICA. Sjálfsvarnarbakgrunnur Rúnars hefur einnig nýst í tveimur stærstu öryggisverkefnum fyrirtækisins, þar sem hann stýrði gólfteymi í því seinna.



