top of page

Barnastarf

Okkur þykir mjög leitt að tilkynna að barnanámskeið verða ekki á dagskrá hjá Impact árið 2025, hvorki á Reyðarfirði né í Reykjavík. Við vonumst til að geta tekið upp þráðinn að nýju árið 2026. 

140912857_786358728627284_13983964354679

Barnanámskeiðin vorið 2024 voru þau fyrstu á heimsvísu sem kortlögð voru og hönnuð undir Leduc Lethwei bardagaskólanum. Um var að ræða frumkvöðlastarf sem byggði á samstarfi Sigurgeirs Svanbergssonar, yfirþjálfara ICA á Reyðarfirði, og sexfalda heimsmeistarans í Lethwei, Dave Leduc. Lethwei bardagalistin á sér rætur að rekja til hnefaleika sem stundaðir voru í Búrma (Myanmar) (e. burmese boxing) og nær að minnsta kosti 2000 ár aftur í tímann. Verkefnið sem Sigurgeir og Leduc tóku sér fyrir hendur, var að sérsníða barnvænt æfingaprógram í anda Lethwei.

421867374_361120276629942_2027877099697187281_n.jpg

Börnin þjálfuðu undir glæsilegum erni sem er einkennistákn íþróttarinnar. Í Lethwei tíðkast sú rótgróna hefð að tveir aðilar kasti á hvorn annan kveðju í upphafi bardaga sem kallast Lekkha Moun. Með þessari kveðju skora þeir hvorn annan á hólm af virðingu og hugrekki. Kveðjan sjálf er röð hreyfinga sem framkvæmdar eru til þess að líkja eftir kraftmiklum vængjaslætti arnarins.

Við höldum fast í ákveðin gildi líkt og margar aðrar bardagaíþróttir. Hornsteinar í allri okkar þjálfun eru agi, umhyggja, virðing og ábyrgð, ekki bara gagnvart öðrum heldur líka gagnvart okkur sjálfum. Þannig fá börn á okkar námskeiðum ekki bara þjálfun í að koma vel fram við hvort annað (umhyggja og virðing) heldur læra líka að treysta á eigin getu og þrótt (agi og ábyrgð). Við teljum slíkan lærdóm mikilvægan grunn að þeirri hæfni að setja sér og öðrum skýr mörk. Barnanámskeiðin okkar leggja þannig fyrst og fremst áherslu á virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, vináttu, frábæra skemmtun og heilbrigða hreyfingu.

IMPACT

Combat-sports Academy

Follow

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page