
EINAR HAFÞÓR HEIÐARSSON
Fæddur árið 1983 og búsettur á Eskifirði
_JPG.jpg)
Utan æfinga hefur hann starfað sem slökkviliðsmaður í hlutastarfi eftirútskrift sína úr sjúkraflutningum, sem brunavörður og sem verkefnastjóri í öryggisgæslu. Í dagstarfar hann sem öryggisfulltrúi í stóru iðnfyrirtæki. Einar hefur verið mikilvægur hlekkur íframþróun fyrirtækisins, m.a. fyrir lífvarðarstörf sín undir handleiðslu Hákons, en líka fyrir aðkynna starfsemi ICA Guardians í fyrirtækjum og kortleggja mismunandi þjónustuleiðir semstanda viðskiptavinum til boða. Þá tók Einar þátt í að skipuleggja fyrstu barnanámskeið félagsins.
Einar hefur iðkað bardagalistir frá 2016, fyrst sjálfsvörn byggða á bardagakerfum Krav Maga, pencak Silat, Kali og Shin Gi Tai kempo, og síðar meir keppnislistina Lethwei.
Einar er einn eigenda ICA Guardians ehf með vottuð þjálfunarréttindi í Shin Gi Tai kempo í Belgíu frá Grand Master sijo Daniel Hayen og Mel Halidesson og ber grænt belti.
Til viðbótar hefur hann unnið sér inn hvítt rank með tveimur stjörnum frá Leduc Lethwei Academy vottað af sexfalda heimsmeistaranum Dave Leduc.
Þá er Einar einn þeirra sem stofnaði anga ICA félagsins á Reyðarfirði og kom á fót æfingaraðstöðu þar.
.jpg)


