
HÁKON BRAGI MAGNÚSSON
Fæddur árið 1990 og búsettur í Reykjavík

Hákon hefur iðkað bardagalistir síðan 2013 og er í dag með bakgrunn í Krav Maga, pencak Silat, Kali, Shin Gi Tai kempo og Lethwei, ásamt því að sýna Eskrima vaxandi áhuga.
Hákon sótti þjálfunarbúðir í pencak Silat úti í Indónesíu áður en hann skipti yfir í sjálfsvarnarkerfi Shin Gi Tai kempo. Í dag er hann fullgildur þjálfari í Shin Gi Tai kempo í Belgíu, vottaður af Grand Master sijo Daniel Hayen og Mel Halidesson og ber brúnt belti með tveimur strípum. Þá er hann einnig með gult rank í keppnislistinni Lethwei sem samsvarar warrior-kennararéttindum frá Leduc Lethwei Academy vottuð af sexfalda heimsmeistaranum Dave Leduc. Ofan á það er Hákon útskrifaður lífvörður af nokkrum námssviðum hjá European Security Academy (ESA) og er tengiliður þeirra hér á Íslandi. Áherslur lokinna námsviða voru meðal annars á aðferðarfræði almennrar öryggisgæslu, á ítarlegt verklag í persónulegri vernd (e. close protection), á skyndihjálpartækni í háskalegum aðstæðum á einstaklingum með lífshættulega áverka, og á vinnulag í sjógæslu (e. maritime security).
Hákon er einn eigenda ICA Guardians ehf og sinnir skipulagðri þjálfun í sjálfsvörn og Lethwei fjóra daga í viku. Hann býður upp á einstaklingsþjálfun í sjálfsvörn og öryggistækni utan æfinga og hefur haldið þó nokkur námskeið sem sérsniðin eru þörfum ólíkra fyrirtækja. Utan kennslu hefur hann sinnt öryggisgæslu á fjölbreyttum vettvangi, allt frá útköllum, verðmætaflutningum, dyravörslu, viðburðargæslu og farandgæslu, yfir í persónulega lífvörslu gesta (VIPs) sem hafa sótt viðburði hér á landi. Þá hefur hann skipulagt þrjú stór lífvarðaverkefni á Íslandi og tryggtheimsfrægum gestum persónulega vernd yfir dvöl þeirra hér.
_JPG.jpg)


