
Sigurgeir Svanbergsson
Fæddur árið 1990 og búsettur á Eskifirði

Sigurgeir sýndi brennandi áhuga á bardagalistum strax í bernsku og stundaði japanskar bardagalistir yfir sex ára tímabil á unglingsárunum. Síðar fór hann að iðka Krav Maga, pencak Silat, Kali, Shin Gi Tai kempo og Lethwei. Í dag er hann með hvað mesta sérhæfingu í Lethwei og er helsti tengiliður félagsins við starfsemi erlendis sem heldur keppnir og mót í Lethwei.
Sigurgeir fór í þjálfunarbúðir í pencak Silat úti í Indónesíu en skipti svo yfir í Shin Gi Tai kempo. Sigurgeir er vottaður þjálfari í Shin Gi Tai kempo í Belgíu undir Grand Master sijo Daniel Hayen og Mel Halidesson og ber brúnt belti með einni strípu. Auk þess er hann fyrsti
þjálfarinn í heiminum til að öðlast grænt rank í Lethwei sem samsvarar python – advanced kennararéttindum frá Leduc Lethwei Academy vottuð af sexfalda heimsmeistaranum í Lethwei, Dave Leduc. Til viðbótar er Sigurgeir svo útskrifaður einkaþjálfari frá fyrirtæki Jon Andersen, Deepwater, og ber í dag titilinn Deepwater Method Certified Coach. Í dag vinnur hann að því aðútskrifast úr slökkviliðsnámi og stefnir á að verða slökkviliðsmaður í hlutastarfi.
Í námi Deepwater hlaut Sigurgeir góða þjálfun í að mæta ólíkum þörfum einstaklinga m.a. með því að læra að sníða matar- og æfingarplön af opnum hug. Mesta þjálfun fékk hann þó í að vinna með samband hugarfars og seiglu við markmiðasetningu og langtíma árangur hjá skjólstæðingum sínum. Þessa þekkingu hefur hann bæði hagnýtt til þess að undirbúa iðkendur Iceland Combat Arts andlega undir Lethwei keppnir erlendis, og til að undirbúa sjálfan sig fyrir persónuleg afrek.


Eftir að hafa útskrifast úr námi Deepwater, ákvað Sigurgeir að sannreyna visku Jon Andersen og kortlagði eina stærstu áskorun sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Árið 2021 synti hann 11.6 km þvert yfir Kollafjörð í ísköldum sjó, án þess að vera með nokkurn bakgrunn í sundi, hvað þá sjósundi. Þrátt fyrir bilaðan fylgdarbát, marglittur og óútreiknanlega hafstrauma, lauk Sigurgeir þessari þrekraun sinni á rúmum 9 klukkustundum. Allur ágóði verkefnisins rann til styrktar samtakanna Einstök börn. Sigurgeir lét ekki gott heita þar, heldur endurtók leikinn árið 2022 og synti 12.2 km sjóleið frá Vestmannaeyjum til Landeyjarsanda á rúmum 6 klukkustundum. Samtökin Barnaheill nutu góðs af ágóða sundsins. Árið 2023 synti Sigurgeir svo Grettissundið í óhagstæðum straumum innan um þykkt marglittuger. Venjulega samsvarar Grettissundið um 7 km sjóleið en vegna sterkra hafstrauma endaði Sigurgeir á því að synda 10 km á 4.5 klukkustundum í 6-8°C heitum sjó. Þrátt fyrir að þetta síðasta sund hafi tekið mjög á Sigurgeir, er hann hvergi hættur heldur mun þreyta Ermasundið í júlí eða ágúst 2025 til styrktar Píeta samtökunum.
Sigurgeir er einn eigenda ICA Guardians ehf sem og einn þeirra sem stofnaði anga ICA félagsins á Reyðarfirði og kom á fót æfingaraðstöðu þar. Hann sinnir tveimur skipulögðum æfingum þar í viku og tryggir félagsmeðlimum þess fyrir utan sólarhrings aðgangi að æfingarhúsnæði. Til viðbótar býður Sigurgeir upp á almenna einkaþjálfun, einkatíma í bardagaþjálfun og fyrirtækjanámskeið. Þá eru Sigurgeir og Einar þeir fyrstu til þess að halda barnanámskeið á vegum félagsins fyrir austan. Fyrir utan þjálfunarstörf hefur Sigurgeir tekið að sér almenna öryggisgæslu, viðburðargæslu og dyravörslu. Hann hefur einnig unnið sem persónulegur lífvörður undir handleiðslu Hákons, og gætt frægra einstaklinga sem sótt hafa íslenska viðburði, en Sigurgeir aðstoðaði einmitt við skipulag á þremur stærstu lífvarðarverkefnum í sögu félagsins
hér á landi.





