top of page
ÞÓRUNN
_JPG.jpg)
Þórunn hefur iðkað sjálfsvarnarlistir frá árinu 2015 á borð við Krav Maga, pencak Silat, Kali og Shin Gi Tai kempo. Seinna hóf hún þjálfun í keppnislistinni Lethwei.
Þórunn sótti þjálfunarbúðir í pencak Silat úti í Indónesíu áður en hún skipti yfir í sjálfsvarnarkerfi Shin Gi Tai kempo. Í dag er hún vottuð sem aðstoðarþjálfari með græna beltið í Shin Gi Tai kempo í Belgíu frá Grand Master sijo Daniel Hayen og Mel Halidesson. Þórunn hefur lokið þremur námskeiðum í skyndihjálp í gegnum björgunarsveitina og spítalastörf.
Í dag er hún útskrifuð með meistaragráðu í sálfræði og hefur meðal annars lokið námskeiðum í afbrotafræði, réttarsálfræði og í alþjóðlegum öryggismálum (e. international security).
bottom of page


