top of page

VÍKING MAGNÚSSON

Fæddur árið 1994 á Íslandi og búsettur í Danmörku

download.jpg

Víking hefur lagt stund á bardagalistirnar Krav Maga, pencak Silat og Shin Gi Tai kempo og Brazilian jiu-jitsu. Seinna hóf hann þjálfun í hand-to-hand combat í danska hernum.

Víking ber appelsínugult belti í Shin Gi Tai kempo undir vottun Grand Master sijo Daniel Hayen og Mel Halidesson frá Shin Gi Tai kempo – Belgian Organization. Hann útskrifaðist sem vélvirki á Íslandi og flutti svo árið 2017 til Danmerkur eftir að hafa fengið inngöngu í danska
herinn. Fljótlega hóf hann störf sem Private í konunglega lífverðinum og stóð vaktir fyrir dönsku drottninguna og fjölskyldumeðlimi hennar. Víking var fljótur að bæta við sig 7 mánaða námi í Sergeant-skóla innan hersins og útskrifaðist sem konunglegur lífvörður. Hann hóf að þjálfa inn nýliða fyrir lífvörslu drottningarinnar og tók við yfirmannastöðu sem m.a. fól í sér að raða konunglegum lífvörðum niður á vaktir.

Árið 2020 fékk Víking svo nýja stöðu sem AmbulanceComander í Aalborg og fékk stuttu síðar titilinn Field Hospital Commander (R1).

 

Tveimur árum seinna var Víking sendur í 6 mánaða leiðangur til Eistlands sem yfirmaður sjúkrateymis (e. Headof the Danish Medical Team).

 

Í dag starfar Víking sem 2IC (Second-in-command)(StaffSergeant) og sér um sjúkraþjálfun (e. medical training) danskra hernýliða.

372606088_1048826309584444_896802715742791428_n.jpg

IMPACT

Combat-sports Academy

Follow

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page