top of page

Brasilískt jiu-jitsu

Brasilískt jiu-jitsu, eða BJJ, er sjálfsvarnar - og keppnislist sem leggur áherslu á gólfglímu (e. grappling), bardaga í gólfinu (e. ground fighting) og tök/lása (e. submission holds). Markmiðið er að ná mótherjanum í gólfið og berjast þar uns yfirburðarstöðu er náð í gegnum ólíka tækni, til dæmis liðamótalása (e. joint locks), hengingar (e. chokeholds) eða með því að notfæra sér þrýstipunkta (e. compression locks).

Í brasilísku jiu-jitsu er vogarafli og tækni á borð við lásatök og hengingar notað til þess að verjast stærri einstaklingi í gólfinu.

 

Liðamótalásum er gjarnan beitt á ákveðinn útlim, sem teygður er út fyrir sitt eðlilega hreyfisvið og þrýstingur aukinn á liðamótinn eftir ákveðnum aðferðum þar til andstæðingur getur ekki sloppið og gefst upp.​ Henging er kyrkingatak sem truflar blóðflæði til heilans og getur leitt til meðvitundalauss andstæðings gefist hann ekki nógu fljótt upp.

157e40ca-2ca6-4632-8e9c-48ab43f96b25_edited.jpg

Þjálfari (í bláum galla fyrir aftan): James, svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu

Hugmyndin með gólfglímu er ekki að yfirbuga með styrk, heldur hugviti og kænsku. Markmiðið er að koma andstæðingi í stöðu sem stefnir í uppgjöf, og á æfingum er mikilvægt að gefa viðkomandi tækifæri á að finna leið út úr slíkri stöðu. Það gerir engum greiða að gera einstaklingi of auðvelt fyrir að sleppa, né er lítið gagn í að yfirbuga strax. Þá eru samskipti gríðarlega mikilvæg til þess að forðast meiðsli.

510347461_1281808140612663_1927842712774

James að þjálfa brasilískt jiu-jitsu hjá Impact

Glíma í brasilísku jiu-jitsu getur verið Gi og Nogi.

Í Gi glímu er áhersla lögð á grip í þykkan æfingagalla og andstæðingnum stýrt í gegnum þau. Það er þá í hlut þess sem gripið er í að koma í veg fyrir slík grip og beita aðferðum til að rjúfa þau sem komast í gegn.

Nogi glíma er ekki síður mikilvæg þó hún geti reynst tæknilega erfiðari, en þá er glímt í hefðbundnum æfingafötum sem mun erfiðara er að ná gripi á. 

IMPACT

Combat-sports Academy

Follow

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page