


Bardagalistir
Eitt af markmiðum félagsins er að geta boðið upp á fjölbreytta æfingadagskrá. Það er því gaman að segja frá því að James Daves, svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu, hefur gengið til liðs við okkur hjá Impact.
Brasilískt jiu-jitsu er mjög öflug viðbót við æfingadagskránna okkar sökum þess hvað hægt er að hagnýta hana í kennslu á neyðarvörn. Við leggjum mikið upp úr því að rauði þráðurinn í gegnum allar okkar æfingar sé að tæknina sé að einhverju leyti hægt að nýta á götunni og í öryggisstörfum.
Æfingadagskrá
Við reynum að bjóða upp á eins marga tíma í viku og komast inn á dagskránna okkar. Hugmyndin er að gefa iðkendum víðari mætingaramma, sérstaklega fólki í vaktavinnu.
Að því sögðu er þó alltaf hægt að semja við þjálfara um tíma utan æfingadagskrár. Sé óskað eftir einkatíma eða einkaþjálfun er slíkt sérstaklega útfært eftir tíma og þörfum hvers og eins, svo fremri sem æfingasalurinn er laus.








