





LETHWEI
Lethwei er talin ein sterkasta hefðbundna bardagalist sem hægt er að keppa í og er kölluð “bardagalist hinna níu útlima” (hendur, fætur, olnbogar, hné og höfuð). Ólíkt því sem tíðkast í öðrum bardagalistum þá er barist berhent í keppnum og einnig má skalla andstæðinginn.
Dave Leduc (í myndbandinu hér að ofan) er sexfaldur heimsmeistari í opnum þyngdarflokki í Lethwei. Dave fæddist árið 1991 í Kanada og hóf sinn bardagaferil 17 ára gamall.

Impact: Combat Sports Academy er fyrsti bardagalistaskóli í Evrópu sem er samþykktur og er í samstarfi með “Leduclethwei academy” undir stjórn Dave Leduc, rísandi stórstjarnu innan alls bardagaheimsins.
.jpg)
Upptalning frá vinstri til hægri: Sigurgeir (yfirþjálfari ICA), Dave Leduc (sexfaldur heimsmeistari í Lethwei og eigandi Leduc Lethwei), Hákon (yfirþjálfari ICA) og Einar (þjálfari ICA).
Í Lethwei tíðkast sú rótgróna hefð að tveir aðilar kasti á hvorn annan kveðju í upphafi bardaga sem kallast Lekkha Moun. Með þessari kveðju skora þeir hvorn annan á hólm af virðingu og hugrekki. Kveðjan sjálf er röð hreyfinga sem framkvæmdar eru til þess að líkja eftir kraftmiklum vængjaslætti arnarins.
Dave Leduc kíkti fyrst til okkar á klakann í desember árið 2019 og hélt opið Lethwei námskeið hjá Iceland Combat Arts (heitir í dag Impact: Combat Sports Academy)
Hann endurtók svo leikinn í febrúar árið 2023 og í lok námskeiðs fengu þjálfarar og nemendur tækifæri til þess að þreyta próf á lokuðum vettvangi til þess að vinna sér inn rank í Lethwei.

Útskrifaðir með rank frá Leduc Lethwei bardagaskólanum í febrúar 2023
Í febrúar 2023 voru svo haldin barnanámskeið á Reyðarfirði sem kortlögð voru og hönnuð undir Leduc Lethwei bardagaskóalnum: Leduc Lethwei Eagles. Þarna var um að ræða fyrsta Lethwei barnastarfið á heimsvísu sem Sigurgeir Svanbergsson, yfirþjálfari ICA á Reyðarfirði, vann að og skapaði með Dave Leduc.
Einkennismerki Leduc Lethwei Eagles var að sjálfsögðu örninn, einkennistákn bardagalistarinnar (sjá "symbols of Lethwei" myndbandið hér að ofan). Í Lethwei tíðast sú rótgróna hefð að tveir aðilar kasti á hvorn annan kveðju í upphafi bardaga sem kallast Lekkha Moun. Með þessari kveðju skora þeir hvorn annan á hólm af virðingu og hugrekki. Kveðjan sjálf er röð hreyfinga sem framkvæmdar eru til þess að líkja eftir kraftmiklum vængjaslætti arnarins.

Lethwei þjálfarar í Reykjavík eru Hákon og Rúnar, en Sigurgeir sá um Lethwei kennsluna á Reyðarfirði áður en starfsemin lagðist niður þar.









