top of page

DAGSKRÁ.

​ÁGÚST 2025

Eftirfarandi námskeið eru öll kennd í innsta sal Karatefélags Reykjavíkur (gengið inn um aðalinngang Laugardalslaugar)

Ekki þarf að verða sér úti um neinn búnað fyrir æfingar þar sem grunnbúnaður fylgir aðstöðunni. Engum er þó hleypt í sparr nema viðkomandi sé með góm (e. mouthguard). Við mælum með léttum, teygjanlegum æfingafatnaði þar sem mjög heitt getur orðið í salnum. Ath. við æfum berfætt.

Aðgengi að salnum einskorðast við tímatöflu (sjá á mynd hér að neðan). Hægt er þó að semja sérstaklega við þjálfara um mætingu utan fastra tíma. Sturtur eru staðsettar í sundklefum á hæðinni fyrir ofan.

DAGSKRÁ

Eftirfarandi dagskrá gildir frá og með 1. september 2025:

Haustdagskrá 2025.jpg

Forföll og breytingar á æfingadagskrá eru auglýst inn á samfélagsmiðlunum okkar, við bendum fólki á að fylgjast vel með þar:

  • Facebook
  • Instagram

Við bjóðum upp á tvær ólíkar bardagalistir ásamt stökum námskeiðum í neyðarvörn. Þó að neyðarvörn og öryggistækni sé kennt sér, er hægt að hagnýta hinar í sjálfsvarnarkennslu.

Æfingar samanstanda af upphitun, þol - og styrktarþjálfun, tæknilegri þjálfun, hagnýtingu á slíkri tækni (t.d. sparr) og teygjum. Engin krafa er gerð um afburðargott líkamlegt þol, sumar æfingarnar eru þó krefjandi, sérstaklega keppnislistirnar. Upplýsa þarf þjálfara um meiðsl og aðra sjúkrasögu sem kann að skipta máli (upplýsingar verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál).

Við förum fram á að allir sem æfa hjá okkur séu lögráða (yngri geta þó æft með leyfi foreldris / forráðarmanns) og með hreina sakarskrá.

IMPACT

Combat-sports Academy

Follow

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page