top of page

Einkatímar

Við reynum eftir bestu getu að mæta þörfum þeirra sem leita til okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk kjósi frekar einkakennslu með þjálfara: sumir vilja hnitmiðaðri þjálfun rétt fyrir keppni meðan aðrir leita í kennslu á neyðarvörn eftir erfiða lífsreynslu.

IMG_2582 (2).JPG
geiri2.jpg

Hákon (á vinstri mynd) tekur yfirleitt að sér einkakennslu í neyðarvörn meðan Sigurgeir (á hægri mynd) tekur fólk í Lethwei einkakennslu fyrir keppnir.

Einkatímar eru ávallt sérsniðnir þeim sem óska eftir slíku. Fyrsta skrefið er að fylla út skráningarformið á síðunni okkar og útlista nákvæmlega hvað þú vilt fá út úr svona námskeiði. Hákon (yfirþjálfari í Reykjavík) eða Sigurgeir (yfirþjálfari á Reyðarfirði) hafa svo samband til þess að plana framhaldið. 

Verð fer eftir þjónustunni hverju sinni og er það í hlut þjálfara að upplýsa um kostnað hverju sinni.

Við tökum einnig við hópum sem óska eftir kennslu í neyðarvörn sem undirbúning fyrir viðburðargæslu. Á svoleiðis hópnámskeiðum er þyngsta áherslan sett á samskiptatækni og samvinnu.

Einkaþjálfun

Sigurgeir Svanbergsson, yfirþjálfari Impact á Reyðarfirði, er útskrifaður einkaþjálfari frá fyrirtæki Jon Andersen, Deepwater, og ber í dag titilinn Deepwater Method Certified Coach.

Deep water Sigurgeir skírteini_edited.pn

Í námi Deepwater hlaut Sigurgeir góða þjálfun í að mæta ólíkum þörfum einstaklinga m.a. með því að læra að sníða matar- og æfingarplön af opnum hug.

Mest hefur hann þó verið að velta sér upp úr mótun hugarfars og að þjálfa upp þrautseigju. Í þjálfun sinni fjallar hann mikið um samband hugarfars og seiglu við markmiðasetningu og langtíma árangur hjá skjólstæðingum sínum. Þessa þekkingu hefur hann til að mynda hagnýtt til þess að undirbúa iðkendur Impact andlega fyrir Lethwei keppnir erlendis. Til viðbótar hefur hann verið að sannreyna þessi fræði í gegnum persónuleg afrek, en Sigurgeir hefur í dag synt ófáar sjósundsleiðirnar.

Verð fer eftir þjónustunni hverju sinni og er það í hlut þjálfara að upplýsa um kostnað hverju sinni.

IMPACT

Combat-sports Academy

Follow

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page